Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Erlendum mönnum rænt af olíuborsvæði í Nígeríu

29.04.2019 - 01:24
epa000284076 (FILES A file picture dated 14 July 2004 shows an oil well in Santa Cruz del Norte, Havana province,  World oil prices broke fresh records on Monday 27 September 2004 with US light crude poised to break through the 50 US Dollars a barrel mark
 Mynd: EPA - EFE FILES
Vopnaðir menn rændu breskum, kanadískum og nígerískum starfsmönnum eftir að hafa ráðist á olíuborsvæði í suðurhluta Nígeríu í dag. Abdullahi Ibrahim, talsmaður öryggissveita stjórnvalda, segir sex vopnaða menn hafa ráðist inn á borsvæðið, skotið úr vopnum sínum þegar þeir réðust inn og haft þrjá menn með sér inn í þéttan skóginn í nágrenninu.

Ibrahim segir fjölmennt lið öryggissveita hafa verið kallað út til að bjarga fórnarlömbunum og handtaka sökudólgana.

Að sögn AFP fréttastofunnar hefur verið gerður fjöldi árása á olíuborsvæði í Rivers-héraði í suðurhluta Nígeríu að undanförnu. Yfirleitt hefur þeim sem var rænt verið sleppt nokkrum dögum síðar gegn lausnargjaldi. Vopnaðir menn rændu tveimur starfsmönnum Shell á fimmtudag og drápu tvo lögreglumenn sem stóðu vörð hjá þeim. Ekkert hefur spurst til mannanna. 
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV