Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Erla Stefáns - Faith No More og Led Zeppelin

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Erla Stefáns - Faith No More og Led Zeppelin

28.02.2020 - 17:00

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er Erla Stefánsdóttir tónlistarkona og bassaleikari. Hún mætir með uppáhalds ROKKplötuna kl. 21.00

Við fáum lag frá vini þáttarins kl. 19.45 og plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Led Zeppelin III sem kom út í október 1970, fyrir rétt tæpri hálfri öld.

Á plötunni sýnir rokksveitin Zeppelin á sér aðeins mýkri og þjóðlagaskotnari hlið en hún var þekkt fyrir þá, en hluti plötunnar er undir áhrifum frá enskum þjóðlagasveitum sem voru hvað vinsælastar á þessum tíma um 1970.
Það er talsvert rokk á plötunni, en sveitin sýnir líka á sér nýja og akústískari hlið í llögum á borð við Gallows pole og That´s the way.
Sveitin samdi megnið af lögum sveitarinnar, en eins og á fyrri plötunum tveimur eru líka endurunnar útgáfur af eldri lögum eftir aðra. Gallows pole er byggt á ensku þjóðlagi og Hats off to Roy Harper er unnið upp úr blúslagi eftir Bukka White. Og akústísku lögin á plötuna urðu til þegar þeir Jimmy Page og Robert Plant fóru saman og dvöldu í sveitakoti Wales sem heitir Bron-Yr-Aur, eins og eitt laga plötunnar; Bron-Yr-Aur stomp.

Talsvert af plötunni var svo hljóðritað í Headly Grange, gömlu sveitasetri í Hadley í hamspire í Englandi þar sem margar hljómsveitir æfðu og tóku upp á sjö og átta tugnum, en auk Led Zeppelin unnu þarna sveitir og listamenn á borð við In Dury, Bad Company, Genesis, Fleetwood Mac, Pretty Things og fleiri.

Til þess að taka upp notaðist sveitin við frægan upptökubíl í Hadley Grange sem Rolling Stones átti, en þeir voru ekki á hverju strái á þeim tíma. Það var líka tekið upp í Island studios og Olympic Studios í London.

Eins og á hinum tveimur plötum sveitarinnar eru engir gestaspilarar á Led Zeppelin III, heldur spila þeir fjórir sem voru í sveitinni á öll hljóðfæri og allur söngur kom úr barka Roberts Plant. En það er spilað á ýmsi hljóðfæri á plötunni sem höfðu ekki heyrst á fyrstu tveimur plötunum, hljóðfæri eins og synthesizerara, mandolín og kontrabassi.

Það var víða beðið með mikilli eftirvæntinu eftir þessari plötu og hún seldist strax ótrúlega vel og fór á toppinn á vinsældalistunum bæði í Bretlandi og bandaríkunum, en hún hlaut misjafna dóma og það voru ýmsir ringlaðir yfir stefnubreytingunni sem hafði átt sér stað frá Led Zeppelin II, en það er mun meira rokk þar en á Zeppelin III.

Í dag þykir Led Zeppelin III eitt af meistaraverkum rokksögunnar, einmitt vegna þess hversu fjöldbreytt hún er. 

Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20

Lagalisti kvöldsins:
Inhaler - My honest face
U2 - Surrender
Gun - Race with the devil
Deep Purple - All i got is you
Eagles - Peaceful easy feeling
VINUR ÞÁTTARINS
Eagles - Already gone
Fontains DC - Roy´s tune
SÍMATÍMI
Led Zeppelin - Celebration day (plata þáttarins)
Queen - Stone cold crazy (óskalag)
Rush - Far cry (óskalag)
Foo Fighters - Everlong (óskalag)
Power Trip - Executioner´s Tax (Swing of the axe)
Iron Maiden - Hallowed be thy name (óskalag)
Rainbow - Catch the rainbow
Led Zeppelin - Gallows pole (plata þáttarins)
ERLA STEFÁNSDÓTTIR GESTUR FUZZ
Primus - Here come the bastards
ERLA II
Faith No More - Get out
ERLA III
Faith No More - The gentle art of making enemies
Rolling Stones - paint it black
Uriah Heep - The Wizard
Iggy Pop - The passenger
Led Zeppelin - Since i´ve been loving you (plata þáttarins)
HAM - Heimamenn höfðu aldrei séð slíkan mann
Neil Young - Love and war (óskalag)

Tengdar fréttir

Tónlist

Margrét Rán - Nirvana og AC/DC

Tónlist

Halli Leví - Nada Surf og Black Crowes

Tónlist

Bryndís Ásmunds, Janis og alþjóðlegi Clash dagurinn!

Tónlist

Páll Rósinkranz - AC/DC og Neil Young & Crazy Horse