Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Erfðabreyttar mýs í læknadeild HÍ

01.10.2014 - 17:05
Mynd með færslu
 Mynd:
Erfðabreyttar mýs verða fluttar til landsins og nýttar í rannsóknir á krabbameinsskjúkdómum. Umhverfisstofnun hefur gefið út leyfi til Lífefna- og sameindalíffræði Læknadeildar Háskóla Íslands.

Leyfið er veitt fyrir afmarkaðri starfsemi með erfðabreyttar mýs í dýraaðstöðu Háskóla Íslands við Hjarðarhaga. Með leyfinu er háskólanum heimilt að flytja inn og rannsaka erfðabreyttar mýs með mismundandi erfðabreytingar sem koma að gagni við rannsóknir á krabbameinssjúkdómum og kennslu að því er fram kemur í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar.

Ábyrgðarmaður umsóknarinnar er Eiríkur Steingrímsson, prófessor við læknadeild HÍ. Hann er með doktorspróf í erfðafræði og hefur meðal annars unnið við rannsóknir á músum við Krabbameinsstofnun Bandaríkjanna.