Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Er fáránlegt og á ekki heima í körfubolta

Mynd: RÚV / RÚV

Er fáránlegt og á ekki heima í körfubolta

25.04.2018 - 22:42
„Það má orða það svolítið svoleiðis,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, í leikslok, spurður um grátlegan endi á þriðja leik Tindastóls og KR í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Sigurkörfu leiksins skoraði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði fjórfaldra Íslandsmeistara KR, í þann mund sem leiktíminn rann út en Pétur dekkaði Brynjar í lokasókn leiksins. 

Sigurinn þýðir að KR getur nú orðið Íslandsmeistari, fimmta árið í röð, takist liðinu að sigra í Frostaskjóli á laugardaginn kemur. 

Pétur Rúnar og Brynjar Þór áttu í orðaskaki í 3. leikhluta leiksins. Aðspurður hvort honum hefði fundist á sér brotið í aðdraganda þess, hafði Pétur þetta að segja:

„Mér fannst það. Stundum á hann ekkert erindi inn á körfuboltavöll og að hann sé með engar villur í þessum leik er bara fáránlegt. Ég held að mennirnir sem eru með flautuna ættu að skoða það vel fyrir næsta leik og sjá hvernig þessi maður spilar, þeir ættu að vita það.“

Pétur var ekki hættur en hann vill að körfuknattleikssambandið skoði alla leiki sem hann er búinn að spila og sjái hvað hann er að gera inn á vellinum. „Þetta er fáránlegt og á ekki heima í körfubolta,“ sagði hann enn fremur.

Viðtalið við Pétur má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en einnig er rætt við Finn Frey Stefánsson, þjálfara fjórfaldra Íslandsmeistara KR en hann var að vonum sáttur í leikslok.

Tengdar fréttir

Körfubolti

KR vann í rafmögnuðum leik á Króknum