Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Er að axla ábyrgð á slöku gengi flokksins

Mynd með færslu
 Mynd:
Óskar Bergsson segist vera að taka ábyrgð á því litla fylgi sem Framsóknarflokkurinn hefur mælst með í Reykjavík. Óskar dró framboð sitt sem oddviti flokksins til baka í dag.

„Mér líður eins og ég sé að taka rétta ákvörðun," segir Óskar Bergsson, fráfarandi oddiviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Óskar ákvað að draga framboð sitt til baka í dag og sendi út fréttatilkynningu þess efnis. 

„Ég hef rætt um þetta við vini mína og stuðningsmenn, en þó því miður ekki alla," segir hann, en Halldór Ágústsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, vissi ekki af ákvörðun Óskars þegar fréttastofa hafði samband við hann síðdegis. 

Framsóknarflokkurinn hefur mælst með í kring um þriggja prósenta fylgi í Reykjavíkurborg og nær samkvæmt því ekki manni inn í næstu sveitarstjórnarkosningum, þann 31. maí. 

Óskar segist með ákvörðun sinni vera að taka ábyrgð á þessu litla fylgi flokksins. „Ég er oddiviti flokksins og þarf því að taka þá ábyrgð," segir hann. Hann segist ekki vita hver muni taka við oddivitasætinu af sér, en eins og áður sagði, eru tæpir tveir mánuðir í kosningar. 

[email protected]