Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Enn vöxtur í Gígjukvísl

25.11.2012 - 12:27
Mynd með færslu
 Mynd:
Enn er vöxtur í Gígjukvísl, en hlaup hófst þar að kvöldi miðvikudags. Samkvæmt mælum Veðurstofu Íslands er vatnshæðin núna 194 sentímetrar og hefur vaxið jafnt og þétt síðustu tvo sólarhringa. Vatnshæðin hefur aukist um einn metra síðan hlaupið hófst.

Enn er há rafleiðni í ánni sem vísar til þess að enn sé hlaupvatn í henni. Ekki eru merki um miklar jarðhræringar samkvæmt mæli sem staðsettur er uppi á Grímsfjalli.