Enn er vöxtur í Gígjukvísl, en hlaup hófst þar að kvöldi miðvikudags. Samkvæmt mælum Veðurstofu Íslands er vatnshæðin núna 194 sentímetrar og hefur vaxið jafnt og þétt síðustu tvo sólarhringa. Vatnshæðin hefur aukist um einn metra síðan hlaupið hófst.