Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Enn sprengivirkni í Grímsvötnum

26.05.2011 - 17:54
Mynd með færslu
 Mynd:
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Eskifirði ákveðið að færa viðbúnað almannavarna vegna eldgossins í Grímsvötnum af neyðarstigi niður á hættustig.

Enn er sprengivirkni í suðurjaðri ketilsins. Virkni er víðar en í katlinum, samkvæmt því sem sást á yfirlitsflugi um kvöldmatarleytið í gær. Ekkert gjóskufall er úr gosinu nema í nágrenni eldstöðvarinnar og því varasamt að hætta sér nærri henni. Lítið hefur verið um öskufjúk og engar eldingar eða drunur hafa borist frá gosinu.


Mjög lítill ís virðist hafa bráðnað í gosinu svo Grímsvatnahlaup er ekki yfirvofandi.Óórahviður mælast ennþá á jarðskjálftastöðvum út í allt að 200 km fjarlægð. Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu frá því gær. Kvikusprengingar eru áfram í gangi en hafa nær eingöngu áhrif á nágrenni eldstöðvarinnar.