Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Enn hlýtt undir feldi en Bergþór er hættur við

19.04.2016 - 10:32
Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson um jólin.
 Mynd: RÚV
Áhrif ákvörðunar Ólafs Ragnars Grímssonar, um að sækjast eftir endurkjöri í vor, á aðra sem höfðu mátað sig við embættið eiga vafalaust eftir að koma fram á næstu dögum. Enn er hlýtt undir feldinum og ekki allir ráðnir í því hvað þeir gera. Bergþór Pálsson söngvari segir þó að ekki komi til greina að sinni að bjóða sig fram til forseta. Það væri á brattann að sækja að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta.

Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, er ekki tilbúin að gefa svör nú um hvort hún býður sig fram. Hún hafi verið hvött til að íhuga framboð og sé enn að því.

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri hugsar nú sinn gang eftir yfirlýsingu Ólafs Ragnars. Hann er fyrst og fremst undrandi á þeirri atburðarás sem Ólafur Ragnar hafi sett af stað og segir þetta fá mann til að hugsa um hlutverk forseta Íslands og framsetninguna í gær. Eiríkur Björn hefur enn verið hvattur til að bjóða sig fram í gær og dag en segist þurfa að taka sér tíma til að ákveða sig. 

 Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segist ekki hafa enn tekið endanlega afstöðu til þess hvort hann lætur verða af framboði en þó þurfi mikið að gerast til þess að hann bjóði sig fram gegn Ólafi Ragnari.

Sigrún Stefánsdóttir, sem var komin nokkuð á veg í framboðsátt ætlar ekki að loka dyrum á þessari stundu. Hún segist ætla að láta  stormurinn gangi yfir og meta stöðuna eftir nokkrar vikur.

 

Fleiri hafa verið orðaðir við framboð.