Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Enn hlé á kjaraviðræðum blaðamanna

Mynd með færslu
Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður SA og Hjálmar Jónsson, formaður BÍ. Samsett mynd.  Mynd: Eggert Jónsson - RÚV
Þráðurinn í kjaraviðræðum félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands og Samtaka atvinnulífsins hefur ekki verið tekinn upp á ný eftir áramót, að sögn Hjálmars Jónssonar, formanns félagsins. Beðið sé eftir fundarboði frá ríkissáttasemjara.

Samningar félagsmanna hafa verið lausir síðan í byrjun síðasta árs og var ákveðið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara í júní. Hluti félagsmanna fór í verkföll í nóvember og desember, síðasta verkfallið var 5. desember þegar blaðamenn og ljósmyndarar á prentmiðlum og tökumenn sjónvarpsstöðva lögðu niður störf í tólf tíma.

Samningar náðust í lok nóvember en voru felldir í atkvæðagreiðslu, 70 prósent þeirra sem greiddu atkvæði voru mótfallin samningnum.