Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Enn finnst óveðursfé á lífi

21.04.2013 - 22:37
Mynd með færslu
 Mynd:
Enn finnst fé á lífi eftir óveðurskaflann snemma í haust. Félagar úr Björgunarsveitinni Ægi frá Grenivík fundu þrjá kindur á lífi í Þorgeirsfirði í dag, en þeir voru þar við æfingar. Frá þessu er sagt á fréttamiðlinum 641.is.

Kindurnar eru frá bænum Grýtubakka í Höfðahverfi og í eigu Þórarins Inga Péturssonar bónda, og formanns Landssambands sauðfjárbænda.

Björgunarsveitarmenn komu þeim fyrir á vélsleðum sínum og óku þeim heim.

Þórarinn segir þær ótrúlega vel á sig komnar eftir að hafa gengið úti í Þorgeirsfirði í vetur.

Reyndar hefur verið nær snjólaust nyrst í firðinum í allan vetur og er því þakkað að féð er á lífi og all vel á sig komið.

Að sögn Þórarins var marg búið að leita að fé á þessu svæði, bæði í haust og einnig eftir áramót. Þessar kindur hafi þó greinilega farið fram hjá leitarmönnum.