Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Enn enginn starfshópur skipaður

11.05.2012 - 13:47
Mynd með færslu
 Mynd:
Enn hefur ekki verið skipaður starfshópur á vegum velferðarráðherra til að undirbúa frumvarp til laga sem heimila staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Elínar Árnadóttur á Alþingi í dag en hún var fyrsti flutningsmaður tillögu þess efnis.

Alþingi samþykkti þá tillögu þann 18. janúar síðastliðinn með 33 atkvæðum gegn 13 um að starfshópurinn yrði skipaður. Ragnheiður Elín spurði Álfheiði Ingadóttur, formann velferðarnefndar, um stöðu málsins en Álfheiður sagðist ekki geta upplýst um það og vísaði á velferðarráðherra.