Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Enn ein ákæra á hendur Rosmah Mansor

10.04.2019 - 08:44
Erlent · Asía · Malasía
epa07166510 Rosmah Mansor (C), wife of former Malaysia Prime Minister Najib Razak, is escorted by authorities as she arrives at the Kuala Lumpur High Court, Malaysia, 14 November 2018. Rosmah was charged on a solar hybrid project for rural schools in Sarawak state on Borneo Island.  EPA-EFE/AHMAD YUSNI
Rosmah Mansor í lögreglufylgd á leið í réttarsal í Kuala Lumpur í nóvember. Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfirvöld í Malasíu birtu í morgun nýja ákæru á hendur Rosmah Mansor, eiginkonu Najibs Razaks, fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Hún var að þessu sinni sökuð um að hafa þegið jafnvirði 143 milljóna króna í mútur í tengslum við við smíði sólarorkuvers.

Að sögn fréttastofunnar AFP er þetta tuttugasta ákæran sem birt er Rosmah síðan eiginmaður hennar beið ósigur í þingkosningunum í Malasíu í fyrra.

Hinar ákærurnar tengjast flestar umfangsmesta fjársvikamáli sem upp hefur komið í landinu en Rosmah og eiginmaður hennar og fleiri eru meðal annars sökuð um skattsvik, peningjaþvætti og fjárdrátt úr opinberum fjárfestingasjóði, 1MDB.

Fyrstu réttarhöldin yfir Najib hófust í síðustu viku og neitaði hann öllum sakargiftum.