Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Enn dregur saman með B og D

Mynd með færslu
 Mynd:
Framsóknarflokkur heldur enn forystunni en Sjálfstæðisflokkur og Vinstri hreyfingin grænt framboð sækja í sig veðrið, samkvæmt nýrri fylgiskönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Morgunblaðið birtir hana í dag.

Enn dregur saman með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki, munurinn er innan við 4 prósentustig í þessari nýju könnun.

Úrtakið var 3.800 manns, en svarhlutfall aðeins 57 prósent.

28,1 prósent hyggst kjósa Framsóknarflokkinn, 24,4 prósent Sjálfstæðisflokkinn, en 12,2 prósent Samfylkinguna.

Þá ætla 9,3 prósent að greiða Vinstrihreyfingunni grænu framboði atkvæði sitt, 7,4 prósent styðja Bjarta framtíð og 6,3 prósent Pírata.

Gangi þetta eftir í Alþingiskosningunum eftir viku, og einum degi betur, sest 21 framsóknarmaður á hið nýja þing, 18 sjálfstæðismenn, 9 jafnaðarmenn, 6 vinstri grænir, 5 fulltrúar Bjartrar framtíðar og 4 Píratar.