Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Enn bólar ekkert á köttunum

24.01.2015 - 19:29
Mynd með færslu
 Mynd:
Enn bólar ekkert á bengalköttunum þremur sem stolið var af bænum Nátthaga í Ölfusi fyrir tveimur dögum. Í fyrstu var talið að fjórum köttum hefði verið stolið en sá fjórði, fressið Kiss me, reyndist hafa falið sig þegar hinir voru teknir.

Ólafur Sturla Njálsson, bóndi á Nátthaga, segist hafa hringt í fjölda fólks til að spyrjast fyrir. Í færslu á Facebook segir hann ljóst að þjófarnir hafi eingöngu komið til að stela köttunum. Þeir hafi vitað hvar ætti að leita og aðeins farið inn þar sem kettirnir voru geymdir og ekki stolið öðrum verðmætum. Í statusinum biðlar Ólafur til þjófanna að fara vel með kettina og skila þeim til hans strax. Verði þjófurinn við því muni hann ekki leggja fram kæru.