Enginn rekinn frá Katar

12.06.2017 - 08:15
epa06011226 (FILE) - A general view of the skyline of Doha, Qatar, 05 February 2010 (reissued 05 June 2017). According to media reports, Egypt, Saudi Arabia, Bahrain and the United Arab Emirates cut off diplomatic ties with Qatar on 05 June 2017, accusing
Frá Doha í Katar. Mynd: EPA
Þegnar þeirra ríkja sem á dögunum slitu stjórnmálasambandi við Katar fá að vera áfram í landinu. Stjórnvöld í Katar lýstu þessu yfir í gær.

Saudi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Barein og fleiri hafa sakað Katar um stuðning við hryðjuverkastarfsemi og slitið öllum samskiptum við stjórnvöld í Doha.

Fyrrnefnd þrjú ríki hafa vísað ríkisborgurum frá Katar úr landi og gáfu þeim hálfs mánaðar frest til að koma sér burt. Ráðamenn í Doha segjast ekki ætla að grípa til sams konar aðgerða, en meira en 11.000 manns frá þessum þremur löndum dvelja í Katar.

Engin lausn virðist í sjónmáli á deilum ríkjanna, en stjórnvöld í  Kúveit, sem reynt hafa að miðla málum, segjast ætla að halda því áfram.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi