Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Engin merki um gosóróa í Öskju

13.11.2019 - 11:49
DCIM\106GOPRO
 Mynd: Einar Rafnsson - RÚV
Jarðskjálfti upp á 3,1 varð á Öskju­svæðinu um klukk­an hálf átta í morg­un. Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því á fimmtudag. Náttúrvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir engin merki um gosóróa.

150 skjálftar frá miðnætti

Yfir 150 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá því um miðnætti en skjálftar eru þekktir á þessum slóðum. Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúrvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir fylgst sé grant með virkni á svæðinu. 

„Engin merki um gosóróa“

„Við teljum að þetta sé vegna landrekshreyfinga. Það er engin merki um gosóróa eða þennslu. Skjálftahrinur eru nokkuð algengar á þessu svæði, þetta gengur í svona kviðum og þessu hefur staðið nokkuð lengi yfir,“ segir Sigríður Magnea í samtali við fréttastofu. 

Virk eldstöð

Askja er virk eldstöð en þann 28. mars 1875 varð gríðar stórt öskugos í Öskju sem hrakti fólk úr nærliggjandi sveitum. Gosmökkurinn frá gosinu 1875 hafði hnattræna úrbreiðslu og varð vart í Skandinavíu. Í gosinu  myndaðist einnig gígurinn Víti við gufusprengingu.  Þá varð svo aftur mikil virkni á svæðinu á árunum 1921-1930.  Þá urðu allmörg gos, líklega 9 talsins, en öll minniháttar.  Síðast gaus á svæðinu árið 1961.