Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Engin hætta vegna sinubruna

21.03.2013 - 16:37
Mynd með færslu
 Mynd:
Á Melum í Melasveit nærri Akranesi er verið að brenna sinu. Reykurinn sést víða að enda skyggni með miklum ágætum. Sýslumaðurinn á Akranesi gaf leyfi fyrir sinubrunanum.

Bóndinn á Melum er að brenna sinu á landi þar sem er mikið kargaþýfi svo hann geti plægt akra. Að sögn slökkviliðsstjórans á Akranesi er engin hætta á ferðum og slökkviliðið fylgist vel með framvindu mála.