Engin hætta skpaðist þegar stöðva þurfti báða ofna PCC

26.11.2019 - 11:48
Innlent · Húsavík · Kísilver · Norðurland · PCC
default
 Mynd: Björgvin Kolbeinsson - RÚV
Slökkva þurfti á báðum ofnum kísilvers PCC á Bakka í lok síðustu viku eftir að stoðkerfi ofnanna hætti að virka. Framkvæmdastjóri PCC segir enga hættu hafa skapast en töluverðan reyk lagði frá verksmiðjunni.

Við stöðvun ofnanna stíflaðist hreinsivirkið

„Þegar slökkt var á ofnunum þá lækkaði hitastigið í rykhreinsivirkinu og við það myndaðist raki sem leiddi til þess að kísilrykið varð klístrugt og stíflaði kerfið,“ segir jafnframt í Facebook færslu sem fyritækið birti í gær. 

Til að koma í veg fyrir að reykur safnaðist fyrir inni í verinu þurfti að opna neyðarskorsteina sem orsakaði töluverðan reyk frá verksmiðjunni. 

Engin hætta á ferðum

Samkvæmt upplýsingum frá Rúnari Sigurpálssyni framkvæmdastjóri PCC skapaðist engin hætta vegna atviksins. Hann segir mikinn óþrifnað hafa orðið en hreinsistarfi er nú lokið. Fullt afl er nú komið á annan ofn versins og verið er að ræsa hinn. 

Óðinn Svan Óðinsson
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi