Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Engar vísbendingar um eldgos

27.03.2013 - 12:30
Hamfarir · Innlent · Hekla · Suðurland
Mynd með færslu
 Mynd:
Ekki hafa komið fram neinar nýjar vísbendingar um að eldgos sé í aðsigi í Heklu.

Almannavarnir settu í gærmorgun á óvissustig vegna óvenjulegrar skjálftavirkni við fjallið síðustu tvær vikur. Í því felst að fólk er varað við að fara á Heklu. Sveinn Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, sagði í samtali við Fréttastofu nú laust fyrir hádegi að óvissustig yrði væntanlega í gildi fram yfir páska, að því tilskildu að ekkert nýtt gerðist.