Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Engar athugasemdir við hvalveiðar

23.11.2011 - 18:19
Mynd með færslu
 Mynd:
Evrópusambandið mun ekki gera athugasemdir við hvalveiðar Íslendinga við opnun umhverfiskafla aðildarviðræðnanna.

Þetta var meðal þess sem kom fram á opnum fundi Utanríkismála- opg Atvinnuveganefnda Alþingis með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í dag um gang viðræðnanna við ESB.

„Í dag var mér tilkynnt að þegar við myndum hefja samninga um umhverfiskaflann þá muni þeir ekki setja það sem skilyrði að við með einhverjum hætti höfum breytt okkar hvalveiðum áður en við förum í samningana en það var krafa margra,“ sagði Össur í viðtali við fréttastofu RÚV.

Össur, sem var gestur Síðdegisútvarpsins á Rás 2 sagðist einnig gera ráð fyrir að kaflarnir um landbúnað og sjávarútveg í viðræðunum yrðu opnaðir upp úr áramótum, og að það tækist að ljúka gerð samnings fyrir alþingiskosningarnar 2013.