Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Engan bilbug að finna á Samfylkingu

Mynd með færslu
 Mynd:
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir engan bilbug að finna á sínum flokki, þrátt fyrir slæma útreið í kosningunum í gær.

„Við erum auðvitað bara í þessari stöðu,“ segir hann. „Við vorum í þessu fylgi þegar ég tók við flokknum, um 12% fylgi. Við þurfum nú að efla flokkinn, styrkja hann og byggja upp. Það er auðvitað þannig að það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að hafa breiðfylkingu jafnaðarmanna. Samfylkingin er sá flokkur sem er stofnaður til að vera breiðfylking jafnaðarmanna og verður að standa undir því jafnt þegar hann nýtur mikils fylgis sem og þegar dregur úr fylgi. Menn verða ekki litlir flokkar nema ef þeir fara að hugsa smátt.“

En er ekki líklegt að það komi fram krafa um breytingar í flokknum og þá í forystunni? „Það kann vel að vera. Ég er nýkjörinn með mikinn meirihluta atkvæða og ég lagði upp með það að byggja flokkinn upp sem breiðfylkingu og fékk til þess skýrt umboð,“ segir Árni Páll.