Enga fordóma framlag Íslands

Mynd með færslu
 Mynd:

Enga fordóma framlag Íslands

15.02.2014 - 22:15
Lagið Enga fordóma með hljómsveitinni Pollapönk verður framlag Íslands í Eurovision í Danmörku í vor. Lagið er eftir þá Harald Frey Gíslason og Heiðar Örn Kristjánsson. Þeir fá eina milljón til betrumbæta lagið en það verður sungið á ensku við texta Johns Grants.

Meðal þeirra sem sungu bakraddir í kvöld var Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar. Ekki er þó ljóst hvort hann fái að fara með til Danmerkur vegna reglna um fjölda keppenda á sviðinu hverju sinni. Ef hann fer með yrði það þá væntanlega í fyrsta skipti sem þingmaður keppir í Eurovision fyrir hönd Íslands.