Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Endurbæta þurfi ákvæði um nálgunarbann

26.02.2015 - 05:38
Mynd með færslu
 Mynd:
Brýnt er að skerpa á ákvæðum laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili að mati sjö samtaka sem afhentu innanríkisráðherra ályktun þess efnis í dag.

Að ályktuninni standa Femínistafélag Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfin, Kvenfélagasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Stígamót og Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Nálgunarbannsmálum hefur fjölgað fyrir dómstólum. Fimm hafa komið fyrir Hæstarétt á árinu og þar af felldi hann þrjá úrskurði um nálgunarbannúr gildi.

Í ályktuninn segir að þessi dómar endurspegli skilningsleysi á anda laganna. „Við vitum að kannski brotaþolar eins og konur af erlendum uppruna eru kannski ekki með eins sterkt öryggisnet eða fjölskyldur á bak við sig eins og Íslendingar. Þannig að ég held við þurfum að varpa ljósi á að það þarf að endurskoða lögin og kannski hafa þá meira leiðbeinandi og finna þá líka úrræði fyrir brotaþola sem er fylgt eftir,“ segir Anna Katarzyna Wozniczka, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.