Endalokin undirbúin í sólkerfinu langt í burtu

Mynd með færslu
 Mynd: Star Wars - YouTube

Endalokin undirbúin í sólkerfinu langt í burtu

22.10.2019 - 13:17
Lokastikla fyrir lokamyndina í þriðja Star Wars þríleiknum var frumsýnd fyrr í dag. Níunda og síðasta kvikmyndin um Skywalker-ættina, The Rise of Skywalker, verður frumsýnd 20. desember og aðdáendur iða flestir í skinninu.

Fyrsta Star Wars kvikmyndin var frumsýnd árið 1977 og í kjölfarið fylgdu tvær myndir í viðbót. Í upphafi tíunda áratugsins voru þrjár myndir í viðbót sem gerast í sögulegu samhengi á undan fyrstu kvikmyndunum þremur. Árið 2015 var þriðji þríleikurinn svo settur af stað en hann gerist þrjátíu árum eftir atburði upphaflegu þriggja kvikmyndanna. 

Til að undirbúa útkomu þessa níunda og síðasta kafla mun RÚV núll bjóða upp á níu þátta hlaðvarpsseríu þar sem Star Wars-sérfræðingurinn Geir Finnsson mun fara yfir allar átta kvikmyndir í aðdraganda frumsýningarinnar ásamt gestum. Síðasti þátturinn mun svo koma út að lokinni frumsýningu myndarinnar þar sem hún verður að sjálfsögðu greind í þaula.