Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Emirates hættir farþegaflugi

22.03.2020 - 15:46
epa04868643 The biggest passenger airplane in the world, the Aibus A380, is given a water jet salute as it arrives to Adolfo Suarez Madrid-Barajas airport in Madrid, Spain, 01 August 2015. The plane starts a new regular service between Madrid and Dubai
 Mynd: EPA
Flugfélagið Emirates hefur ákveðið að hætta öllu farþegaflugi frá og með næstkomandi miðvikudegi. Fraktflugi verður hins vegar áfram haldið úti.

Flugfélagið, sem er með höfuðstöðvar í Dubai, er eitt það stærsta í heiminum og flýgur til alls 159 staða. Í yfirlýsingu frá félaginu kemur fram að verðulega hafi dregið úr tekjum undanfarnar sex vikur og nú sé útgöngubann nánast um allan heim.

Laun flestra starfsmanna verði lækkuð um 25-50% næstu þrjá mánuði en engum verði sagt upp. Ekki er tiltekið hvenær flugið hefst að nýju, aðeins að fylgst verði með stöðunni og flug hefjist þegar aðstæður leyfa.

Minnst tvö önnur flugfélög hafa gripið til sams konar aðgerða, Austrian Airlines og Air Baltic. Þá hafa fjölmörg önnur flugfélög minnkað farþegaflug verulega. 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV