Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Embættismaður í Páfagarði handtekinn

07.04.2018 - 20:16
epa04692867 From the balcony of St. Peter's Basilica Pope Francis waves to the thousands of pilgrims and tourists gathered below during the traditional Urbi et Orbi prayer on Easter Sunday, in the Vatican City 5 April 2015. The Pontiff is expected to
 Mynd: EPA - ANSA
Embættismaður í Páfagarði, Carlo Alberto Capella, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa í tölvu sinni myndefni sem sýnir börn á kynferðislegan hátt. Greint var frá þessu í tilkynningu frá Páfagarði í dag.

Capello var ráðgjafi í sendiráði Páfagarðs í Washington og gegndi því starfi þar til í september á síðasta ári þegar hann var kallaður til baka. Bandarísk yfirvöld gerðu Páfagarði viðvart í ágúst síðastliðinum um að mögulega væri embættismaður sendiráðsins með slíkt ólöglegt myndefni í vörslu sinni. 

Síðustu tvo áratugi hefur fjöldi fólks um allan heim greint frá kynferðislegri misnotkun sem það hefur orðið fyrir af hálfu presta kaþólsku kirkjunnar. Þolendur ofbeldisins hafa margir hverjir gagnrýnt að ekki hafi verið nóg gert til að bregðast við og hindra að slíkt gerist á ný.