Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Elvis - Erna Hrönn - Damon og djammið

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Elvis - Erna Hrönn - Damon og djammið

23.03.2018 - 21:24

Höfundar

Það verður mikið um dýrðir í Füzz-inu í kvöld!

Erna Hrönn Ólafsdóttir mætir með sína uppáhalds rokkplötu og segir okkur aðeins frá henni. Erna er ein vinsælasta söng- og útvarpskona landsins en það eru færri sem vita að hún er mikill rokkari og það verður fróðlegt að kynnast þeirri hlið á þessari gleðisprengju.

Plata þáttarins er fyrsta breiðskífa Elvis Presley sem kom út þennan dag árið 1956. Það má með sanni segja að platan, sem kallast einfaldlega Elvis Presley, hafi breytt tónlistarsögunni því þetta var fyrsta rokkplatan til að verma efsta sæti vinsældarlista nokkurstaðar í heiminum og sat hún í heilar tíu vikur á toppi Billboard Top Pop Albums listans. Einnig er þetta fyrsta rokkplatan sem var seld í milljónatali og náði því til eyrna unglinga um allan heim sem sumir áttu eftir að stofna eigin hljómsveitir og breyta tónlistarsögunni líka.

A+B í þetta skiptið er með bresku sveitinni Blur enda fagnar forsprakkinn Damon Albarn fimmtugsafmæli sínu í dag. Hann er nú okkur Íslendingum vel kunnur, hefur eytt hér löngum stundum í gegnum tíðina og unnið með íslenskum listamönnum. Það líka sterk Íslands-tenging við sjálfa A-hliðina svo það verður spennandi að heyra þegar smáskífan rúllar í gegn í kvöld.

Svo er auðvitað fullt af skemmtilegum rokklögum úr öllum áttum sem eru eins misjöfn og þau eru mörg. En eiga það þó öll sameiginlegt að vera vel til þess fallin að koma fólki til stuðsins á föstudagskvöldi og óskalögin að sjálfsögðu.

Umsjónarmaður að þessu sinni er Hlynur Ben-
Allir þættirnir sem búið er að útvarpa eru komnir í Hlaðvarp RÚV og í Podcastið á I-tunes þar sem hægt er að gerast áskrifandi að þáttunum.

Hér er lagalistinn:
Ég heyri raddir - Todmobile
God gave me everything - Mick Jagger & Lenny Kravitz
I only lie when I love you - Royal Blood
Desire - U2
Big in Japan - Guano Apes
Blue suade shoes - Elvis Presley (plata þáttarins)
His lyrics are disastrous - Jakobínarína
Can't deny me - Pearl Jam
Bjór - Fræbbblarnir
Killing in the name - Rage Against the Machine
Í kirkju - Fryðryk
-
Smáskífa þáttarins
A: Song 2 - Blur
B: Get out of cities - Blur
-
Got the life - Korn
Trying to get you - Elvis (plata þáttarins)
She's gone - Steelheart (óskalag)
Joker and the thief - Wolfmother (óskalag)
Another brick in the wall - Pink Floyd (óskalag)
Sekur - Start
Hírósíma - Utangarðsmenn
-
Erna Hrönn Ólafsdóttir kom í spjall
með Skunk Anansie plötuna Stoosh
1. Twisted (Everyday hurts)
2. Hedoism
-
Djamma - Morðingjarnir
Tutti frutti - Elvis Presley (plata þáttarins)
Spirit of the radio - Rush (óskalag)
B.Y.O.B - System of a Down
Kickstart my heart - Mötley Crüe
Sleeping my day away - D-A-D
Take me away - Jet Black Joe
Atari - Ensími
Living after midnight - Judas Priest

Tengdar fréttir

Tónlist

Hlynur Ben mætir Füzzandi til leiks

Tónlist

Stebbi - Whitesnake - Velvet og ZZ Top

Tónlist

Gítarhetjur eru gott fólk

Tónlist

Erna Eistnaflug - Guns og Kiss