Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Elton John leggur The Sun í hunda-meiðyrðamáli

epa06212714 British singer Elton John (L) and his partner David Furnish pose for photographers during the world premiere of the movie 'Kingsman: The Golden Circle' in Leicester square in London, Britain, 18 September 2017.  EPA-EFE/FACUNDO
 Mynd: EPA

Elton John leggur The Sun í hunda-meiðyrðamáli

24.09.2018 - 16:04

Höfundar

Tónlistamaðurinn Elton John og eiginmaður hans David Furnish hafa samið við News Group Newspapers um að fjölmiðillinn greiði þeim „umtalsverða fjárhæð“ vegna forsíðufréttar af hundi hjónanna.

Forsaga málsins er sú að breska götublaðið The Sun birti forsíðufrétt í febrúar þar sem því var haldið fram að spaníel-hundur Johns og Furnish hafi ráðist á fimm ára stelpu og bitið þannig hún slasaðist alvarlega. Var jafnvel gengið svo langt að tala um Freddy Krueger-lega áverka, og þar vísað í aðalpersónu hryllingsmyndanna Nightmare on Elmstreet, en greinin nefndist Elton's Dog Did This To My Girl, Hundur Eltons Johns gerði stelpunni minni þetta.

Hjónin kærðu fjölmiðlarisann News Group Newspapers fyrir meiðyrði í kjölfarið en lögmaður Eltons Johns og og Davids Furnish segir í yfirlýsingu til fjölmiðla fyrir helgi að samkomulagið feli í sér viðurkenningu The Sun á að fréttin hafi verið röng í meginatriðum. Þar hafi því verið haldið fram að meiðsl stúlkunnar hafi verið alvarleg og hjónakornin skeytingarlaus um líðan stúlkunnar og látið sem atvitkið hafi ekki gerst. Það rétta sé að meiðslin hafi verið smávægileg og John og Furnish hafi þvert á móti oft sett sig í samband við föður og barnfóstru stúlkunnar eftir atvikið til að fullvissa sig um að ekkert amaði að henni. „Við biðjum hlutaðeigandi innilegrar afsökunar og erum ánægð með að málið hafi verið leist á farsælan hátt,“ sagði talsmaður News Group Newspapers við fjölmiðla eftir úrskurðinn.

Tengdar fréttir

Norður Ameríka

Trump sendir Kim lagið Rocket Man á geisladisk

Mannlíf

Elton John strunsaði af sviði í Las Vegas

Mannlíf

Elton John veiktist alvarlega

Mannlíf

Elton John faðir á ný