Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ellý Ármanns - Metallica og Queen

Ellý Ármanns - Metallica og Queen

22.02.2019 - 16:53

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er Ellý Ármannsdóttir lífskúnstner, myndlistarkona og húðflúrari með meiru.

Ellý kemur með uppáhalds ROKKplötuna sína í heimsókn um kl. 21.00.

Plata þáttarins er Metallica með Metallica, oft kölluð svarta platan, eins og Bítlaplatan The Beatles er yfirleitt kölluð; hvíta platan (White album).

Metallica er fimmta breiðskífa hljómsveitarinnar og kom út 12. Ágúst 1991. Hún fékk yfirleitt góða dóma og seldst gríðarlega vel, en margir aðdáendur sem höfðu fylgst með sveitinni frá fyrsta degi voru ekki hrifnir, fannst platan allt of poppuð og fínpússuð.

Platan hefur að geyma nokkur af þekktustu lögum Metallica, lög eins og Enter Sandman, The Unforgiven, Nothing Else Matters, Wherever I May Roam og Sad but True.

Platan er aðeins minna thrash-metal en fyrstu fjórar plöturnar og meira rokk. Hún er öll hægari og þyngri en fyrri plötur.

Metallica fylgdi plötunni eftir með tónleikaferðum og naut meiri vinsælda en hún hafði þekkt til þess tíma en aðdáendum fjölgaði gríðarlega með þessari plötu.

2003 tók Rolling Stone saman lista yfir 500 bestu plötur sögunnnar og þá lenti „svarta platan“ í 255. sæti.

Upptökur gengu ekki þrautalaust fyrir sig og sveitin og nýji upptökustjórinn þeirra, Bob Rock, voru ekki alltaf sammála um hvað leið skyldi fara.

Platan náði toppsæti Bandaríska vinsældalistans þegar hún kom út og sat þar í fjórar vikur. Í september í fyrra hafði hún verið samtals í 500 vikur inni á topp 200 á Billboard og er ein mest selda plata sögunnar. Hún hefur selt í meira en 16 milljónum eintaka bara í Bandaríkjunum.

Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20 og A+B er svo að þessu sinni með Queen

Hér er svo lagalisti þáttarins:
Sólstafir - Ísafold
Iron Maiden - Transylvania
Deep Purple - Burn
Metallica - Nothing else matters (plata þáttarins)
APparat Organ Quartet - Cargo frakt
AC/DC - Stiff upper lip
SÍMATÍMI
Pat Benatar - Fire and ice (óskalag)
Doors - Light my fire (óskalag)
Metallica - Enter sandman (plata þáttarins)
Humble Pie - Get down to it
Lenny Kravitz - Are you gonna go my way
Little Richard - Keep a knockin'
Led Zeppelin - Rock´n roll (óskalag)
GCD - Hótel Borg (óskalag)
A+B
Queen - Bohemian rhapsody (A)
Queen - I´m in love with my car
Yardbirds - The train kept A-rollin (óskalag)
Blur - Song 2
GESTUR ÞÁTTARINS - ELLÝ ÁRMANNS
The Doors - People are strange
ELLÝ II
Nirvana - Lithium
ELLÝ III
Nirvana - Come as you are
Metallica - The unforgiven (plata þáttarins)
Judas Priest - Firepower (óskalag)
HAM - Þú lýgur
Whitesnake - Walking in the shadow of the blues
Neil Young & Crazy Horse - Ramada inn

Tengdar fréttir

Tónlist

Kalli bæjó - Pavement og Marc Bolan

Tónlist

Þorgils, Janis og ástralska þotan

Tónlist

Gunnþór bönkari - Green Day og Marc Bolan

Tónlist

Sandra Barilli - Queen og Iron Maiden