Elísabet Bretadrottning samþykkir „Megxit“

epa08110603 Britain's Prince Harry (R) and his wife Meghan visit Canada House in London, Britain, 07 January 2020. Canada House houses the offices of the High Commission of Canada in the United Kingdom. The Duke and Duchess of Sussex thanked the High Commissioner for the 'warm hospitality' during their six-week sabbatical.  EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Elísabet Bretadrottning samþykkir „Megxit“

13.01.2020 - 17:49

Höfundar

Elísabet Bretadrottning hefur fallist á tillögu Harry prins og Meghan Markle um að þau segi sig frá öllum konunglegum skyldum sínum. Elísabet segist hafa fullan skilning á ákvörðun þeirra en hún hefði þó kosið að hafa þau áfram innan konungsfjölskyldunnar.

Þetta kemur fram í yffirlýsingu sem Elísabet sendi frá sér eftir fund með Harry, Vilhjálmi, bróður hans og Karli Bretaprins. Markle tók þátt í fundinum gegnum síma frá Kanada.

Í yfirlýsingunni segir jafnframt að viðræðurnar í dag hafi verið uppbyggilegar. „Ég og fjölskylda mín styðjum Harry og Meghan í þeirri viðleitni að búa sér til nýtt líf sem ung fjölskylda.“

Í yfirlýsingu segir Elísabet enn fremur að nú takið við aðlögunartímabil og að Harry og Meghan hafi verið mjög afdráttarlaus um að þau vilji vera fjárhagslega sjálfstæð.  „Þetta er flókið mál og það er talsverð vinna framundan en ég hef óskað eftir því að niðurstaða liggi fyrir á næstu dögum.“

Allt hefur leikið á reiðiskjálfi í Buckingham-höll eftir að Harry og Meghan sendu óvænt frá sér yfirlýsingu í síðustu viku. Þar tilkynntu hjónin að þau hygðust segja sig frá öllum konunglegum skyldum sínum.  Breskir fjölmiðlar líktu þessu við þegar Játvarður prins afsalaði sér krúnunni árið 1936 til að giftast hinni tvífráskildu Wallis Simpson. 

Breskir fjölmiðlar hafa farið mikinn eftir yfirlýsingum sínum og álitsgjafar bresku götublaðanna hafa verið ófeimnir við að senda þeim hjónum tóninn.  Þau hafa verið sökuð um að sýna drottningunni óvirðingu eftir að í ljós kom að þau sendu yfirlýsinguna frá sér án þess að ráðfæra sig við neinn. Harry og Vilhjálmur urðu síðan að senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þeir vísuðu þeim fréttum á bug að Harry og Meghan hefðu verið hrakin á brott af Vilhjálmi, eins og fullyrt var í breska blaðinu Times.

 

Tengdar fréttir

Erlent

Meghan Markle semur við Disney

Fólk í fréttum

Krísufundur í höllu drottningar

Erlent

Umræður um framtíð Sussex-hjóna í fullum gangi

Erlent

Meghan staldraði stutt við í Lundúnum