Eldur kviknaði í Pablo Discobar

18.03.2020 - 23:57
Eldur kviknaði í skemmtistaðnum Pablo Discobar á þriðju hæð í gömlu timburhúsi við Veltusund/Ingólfstorg á tólfta tímanum að kvöldi miðvikudagins 18. mars. Allt tiltækt slökkvilið var sent á vettvang. Vel gekk að slökkva eldinn, sem breiddist ekki út til nærliggjandi húsa.
 Mynd: Bragi Valgeirsson - RÚV
Slökkviliðsmenn berjast nú við eld í skemmtistaðnum Pablo Discobar í timburhúsi í miðbæ Reykjavíkur. Eldur kviknaði um klukkan ellefu og hefur allt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu verið sent á staðinn til að reyna að ná tökum á eldinum. Aukamannskapur hefur verið kallaður út.

Viðbúnaður stafar ekki síst af því að barinn er í timburhúsi. Ekki var þó talin hætta á því rétt fyrir miðnætti að eldurinn breiddist út í nærliggjandi hús.

Kristinn Daníel Helgason tók meðfylgjandi myndskeið.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi