Eldur í kísilveri PCC á Bakka

09.07.2018 - 22:03
Innlent · Bakki · Kísilver
Mynd með færslu
 Mynd: Snorri Ingason
Eldur kom upp í Kísilveri PCC á Bakk við Húsavík á áttunda tímanum í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út og er það enn að störfum.

Að sögn Slökkviliðisins í Norðurþingi fóru fjórir slökkvibílar á vettvang en ekki var hægt að veita frekari upplýsingar um eldinn að svo stöddu.

Uppfært klukkan 22:34
Grímur Kárason slökkviliðsstjóri slökkviliðs Norðurþings segir eldinn hafa komið upp milli hæða í ofnhúsi. Vel gekk að slökkva hann og engan sakað. Betur hafi farið en á horfðist.

Nú sé verið að leita að glæðum og unnið að reykræstingu sem hann telur að ljúki á næsta klukkutímanum. Slökkviliðið verður með vakt í nótt við kísilverið.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi