Eldur í húsnæði Fjölsmiðjunnar

08.05.2019 - 00:10
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Jón Þór Víglundsson - RÚV
Talsvert tjón varð í húsi Fjöliðjunnar á Akranesi þegar eldur kviknaði þar á tíunda tímanum í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað á staðinn og tók um 20 mínútur að ráða niðurlögum eldsins segir á vef Skessuhorns.

Engin starfsemi eða mannskapur var í húsinu þegar eldurinn kom upp. Vaktmaður Securitas varð eldsins var og kallaði til slökkvilið. Reykskemmdir eru í öllu húsinu og verður húsið vaktað áfram. Rannsóknardeild lögreglunnar á Vesturlandi hóf rannsókn á eldsupptökum í kvöld og verður að fram eftir nóttu að sögn Skessuhorns.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi