Landssamband eldri borgara fagnar frumvarpi félagsmálaráðherra sem var kynnt í gær og skorar á alþingismenn að samþykkja það.
Í frumvarpinu sé stigið mikilvægt fyrsta skref í þá átt að bæta kjör aldraðra og draga að fullu til baka þær skerðingar sem lögfestar voru árið tvö þúsund og níu. Hærra frítekjumark hvetji aldraða til aukinnar þátttöku í atvinnulífinu og ákvæði frumvarpsins um að lífeyrissjóðstekjur skerði ekki grunnlífeyri bæti kjör fjölmargra aldraðra.
Landssambandið leggur áherslu á að haldið verði áfram vinnu í þágu aldraðra við einföldun og umbætur á almannatryggingakerfinu.