Fimm manneskjur létu lífið þegar eldingu sló niður í suðvesturhluta Kambódíu á fimmtudag. Hjón og fjögurra ára barn þeirra eru á meðal hinna látnu. Yfirvöld í Kambódíu greindu frá þessu á föstudag. Rigningatímabilið er að hefjast í Kambódíu og fólkið hafði leitað skjóls vegna skyndilegs úrhellis og þrumuveðurs í fjalllendi í Koh Kong-héraði þegar eldingunni sló þar niður, með þessum hörmulegu afleiðingum.