Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Eldflaugum skotið á herstöð í Írak

14.01.2020 - 19:15
epa08127721 US soldiers stand next the damage that caused by the Iran's missiles attack inside Ain al-Assad air base in Anbar province, Iraq, 14 January 2020. Iran's Revolutionary Guard Crops (IRGC) launched a series of rockets targeting Ain al-Assad air base located in al-Anbar on 08 January 2020, one of the bases hosting US military troops in Iraq. The attack comes days after the Top Iranian General Qasem Soleimani, head of the IRGC's Quds force, was killed by a US drone strike in Baghdad.  EPA-EFE/STR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Eldflaugaskeytum var skotið á íraska herstöð skammt frá Bagdad höfuðborg Íraks, nú rétt í þessu. Íransher skaut á annan tug eldflauga á herstöð Bandaríkjanna í Írak fyrir viku til að hefna fyrir morðið á íranska hershöfðingjanum Kaseim Soleimani.

Eldflaugar höfnuðu skammt frá Camp Taji herstöðinni, sem er rétt utan við Bagdad. Í tilkynningu frá íraksher segir að enginn hafi slasast. Bandarískir hermenn hafa haft aðsetur þar síðustu ár og þetta er í annað sinn á tæpri viku sem ráðist er á herstöðvar sem hýsa bandaríska hermenn.