Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Eldarnir á Ástralíu færast aftur í aukana

10.01.2020 - 04:48
epa08113405 A general view of the bushfires sweeping through Stokes Bay in Kangaroo Island, Australia, 09 January 2020. A convoy of Army vehicles, transporting up to 100 Army Reservists and self-sustainment supplies, are on Kangaroo Island as part of Operation Bushfire Assist at the request of the South Australian Government.  EPA-EFE/DAVID MARIUZ AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Frá Kengúrueyju Mynd: EPA-EFE - AAP
240.000 manns í Viktoríuríki í Ástralíu fengu í morgun skilaboð frá yfirvöldum þar sem þeim er eindregið ráðlagt að yfirgefa heimili sín og koma sér í öruggt skjól. Tveir stórir eldar náðu saman í nótt og loga nú sem einn risaeldur á hundraða kílómetra löngu belti.á mörkum Viktoríuríkis og Nýja Suður-Wales. Enn ein hitabylgjan lét á sér kræla á sunnan- og austanverðri Ástralíu í gær, með heitum, þurrum vindi sem blæs nýju lífi í hundruð gróðurelda sem eilítið hafði sljákkað í síðustu daga.

Yfirvöld hvetja fólk á stórum svæðum í Nýju Suður-Wales og Viktoríuríkis til að yfirgefa heimili sín með hraði og koma sér í öruggt skjól, því ekki sé hægt að tryggja öryggi þess haldi það kyrru fyrir. Annars staðar er fólk hvatt til að vera innan dyra og fara hvergi, enda sé orðið of seint að forða sér.

Fólk kemst hvergi fyrir eldunum

„Þið eruð í hættu og verðið að bregðast við þegar í stað til að lifa af. Öruggasti kosturinn er að leita strax skjóls innandyra. Það er um seinan að forða sér,“ segir í tilkynningu frá Brunavörnum Ástralíu til fólks á stóru en dreifbýlu svæði í East Gippsland í Viktoríuríki, þar sem hvassir vindar hamla flugi björgunarþyrla og hitinn nálgast 40 gráður enn á ný.

Íbúar í bænum Kingscote, stærsta bæ Kengúrueyju undan strönd Suður-Ástralíu, eyddu margir nóttinni niðri við strönd, þar sem gróðureldar lokuðu öllum landleiðum út úr bænum. Vonast er til að hægt verði að hefja ferjusiglingar á ný í dag, frá þessum 1.800 manna. Um þriðjungur alls gróðurs á eyjunni er brunninn. 

Landsvæði á stærð við Ísland brunnið

27 dauðsföll hafa verið rakin til eldanna síðan þeir tóku að brenna í september, og í frétt BBC segir að á þessum tíma hafi yfir 10,3 milljónir hektara lands orðið eldunum að bráð. Það jafngildir 103.000 ferkílómetrum lands, eða Íslandi öllu. 

Fréttin var uppfærð klukkan 06.45