Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Eldar geisa í nágrenni Manchester

27.06.2018 - 02:05
Erlent · Bretland · Eldur · England · Manchester · Evrópa
Mynd með færslu
 Mynd: Pexels
Búið er að rýma þrjátíu og fjögur heimili vegna mikilla elda sem geysa nú í mýrlendinu fyrir utan Manchester-borg í Englandi. Eldarnir ná yfir stórt svæði og stækka enn, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins, BBC. Eldurinn kviknaði í Saddleworth-mýri á sunnudagskvöld, aftur í hitaveðrinu á mánudag og hefur dreift sér í kvöldgolunni í dag, þriðjudag. Herinn er í viðbragðsstöðu vegna eldanna.

Slökkviliðsmenn eiga í fullu fangi en heimildarmaður BBC segir að aðstæður séu mjög erfiðar. Fólki er ráðlagt að hafa glugga og dyr lokaðar þrátt fyrir hlýtt veður. Enginn er slasaður vegna eldanna að því er fram kemur í tísti frá lögregluyfirvöldum í Manchester. Sumir skólar verða lokaðir á svæðinu á morgun.

Myndin hér fyrir neðan er af slökkvistarfi eftir elda sem kviknuðu í Englandi árið 2011. Lesa má umfjöllun breska ríkisútvarpsins hér.

epa02718916 British firefighters continue to dampen moorlands fires outside Chapeltown in the Pennines, north west Britain 05 May 2011. Wild fires have spread across large parts of open moorland in the UK as the dry weather hinders efforts to quell the
 Mynd: EPA
Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV