Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Ekki verði farið hægar í niðurskurð

05.11.2010 - 13:01
Mynd með færslu
 Mynd:
Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs varar við að hægar verði farið í boðaðan niðurskurð í ríkisfjármálum, það muni tefja fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Mikilvægara sé að skuldavandi heimilanna verði leystur og fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja hraðað - það muni leiða til aukins hagvaxtar.

Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs var haldinn í morgun. Helsta umræðuefni fundarins voru gjaldeyrishöftin og hvenær þau verði afnumin. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði að árangur hefði náðst við að bæta erlenda lausafjárstöðu þjóðarbúsins með auknum gjaldeyrisforða. Hann gæti fljótlega orðið þrír milljarðar evra, og því ættu áhyggjur af afborgunum ríkissjóðs af erlendum lánum á næstu árum að vera óþarfar. Fundargestir voru almennt sammála um mikilvægi þess að gjaldeyrishöftin verði afnumin, en óvissa um hvað taki við væri óþolandi. Finnur Oddsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, sagði í ræðu sinni að þó að það horfi til betri vegar í þjóðarbúskapnum, væru ýmis brýn mál óleyst. Það sem hæst bæri væri að ekki væri komin niðurstaða um hvernig eigi að hjálpa skuldugum heimilum, sem væri nauðsynleg forsenda efnahagsbata. Á sama hátt hefði fjárhagsleg endurskipulagning á fjárhagsstöðufyrirtækja, þar sem um þriðjungur sé í mjög erfiðum málum, gengið verulega hægt. Það hægt að ekki sæi fyrir endann á slíkri endurskipulagningu fyrr en eftir áratugi ef fram héldi sem horfði.


Finnur varar við að hægar verði farið í boðaðan niðurskurð í ríkisrekstrinum. Þá bresti meginforsenda afnáms gjaldeyrishaftanna, sem sé að tryggja sjálfbærni í ríkisfjármálum. Ekki megi gleyma því að menn hafi í höndum tækifæri sem felist í því að koma heimilunum í vissu um hvernig staða þeirra sé: gera þeim kleif að hefja neyslu sem drífi áfram hagvöxt. Í öðru lagi að skipuleggja fjárhag fyrirtækja og miklu hraðar en verið hafi gert. Sé hægt að lagfæra stóran hluta þeirra, laga skuldir þeirra að verðmæti fyrirtækjanna og greiðslugetu. Muni þá flótt hafa áhrif til batnaðara og hagvastar.