Ekki velkominn í kaffi hjá Gamma

Mynd: Silfrið / RÚV

Ekki velkominn í kaffi hjá Gamma

01.04.2017 - 15:45

Höfundar

„Ég var ekki velkominn í kaffi og enginn hjá Almenna leigufélaginu vildi tala um fátækt fólk við mig,“ segir Mikael Torfason í þættinum Fátækt fólk. Hann segir útlitið ekki bjart fyrir leigjendur, þar sem Reykjavíkurborg hafi nýlega gert samning við Ólaf Ólafsson um lóð undir rúmlega 300 íbúðir.

Í fjórða hluta þáttaraðarinnar Fátækt fólk, sem var á dagskrá á Rás 1 í dag, segir Mikael m.a. frá því að hann hafi sent tölvupóst til forstjóra Gamma með beiðni um viðtal varðandi leigumarkaðinn og fátækt. Svarið sem hann fékk var á þá vegu að Gamma væri ekki aðili að leigumarkaðinum og bent var á Almenna leigufélagið, sem væri í eigu sjóða sem væru í rekstri hjá Gamma.

Mikael vildi samt fá að kíkja í kaffi til forstjórans og ræða við hann um fátækt fólk. „Nei, ég var ekki velkominn í kaffi og enginn hjá Almenna leigufélaginu vildi tala um fátækt fólk við mig. Og það er ekki bjart framundan hjá fólki á leigumarkaði. Í sömu viku og Reykjavíkurborg undirritaði samning við ASÍ varðandi lóð undir 120 íbúðir handa lágtekjufólki, var undirritaður samningur við auðjöfurinn Ólaf Ólafsson, kenndan við Samskip og Al-Thani málið, um lóð undir 332 íbúðir,“ segir Mikael.

Hér má hlusta á þáttinn í heild sinni

Tengdar fréttir

„Við eigum að skammast okkar“

Mannlíf

„Fátækt er ekki aumingjaskapur“

Menningarefni

Ungt fólk hefur ekki efni á að vera til

Mannlíf

Bosnía væri fýsilegri kostur en Ísland