Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Ekki mikið um jarðskjálfta við Heklu

26.03.2013 - 12:33
Mynd með færslu
 Mynd:
Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, segir ekkert hafa komið fram sem bendi til þess að eldgos sé að hefjast í Heklu Hann segir að það sé tiltölulega nýtt fyrirbæri að svona mikið af skjálftum mælist við Heklu og yfir því liggja vísindamenn.

Víðir segir að menn muni kannski eftir síðasta gosi í Heklu, 2000, að þá hafi verið gefin út viðvörun með skömmum fyrirvara. Þarna sé ekki um slíkt að ræða. Með þessari ráðstöfun, að lýsa yfir óvissustigi, sé fyrst og fremst verið að auka eftirlitið, samskipti og samstarf aðila og tryggja að allt sé í lagi.

Víðir segir að einhverjir ferðamenn hafi verið í nágrenni við Heklu en ekki á fjallinu sjálfu. Hann varar við því að fólk gangi á fjallið eins og staðan sé núna.   Hekla hefur gosið fjórum sinnum síðan 1970.