Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Ekki færri ættleiðingar í meira en tuttugu ár

27.11.2017 - 09:27
Mynd með færslu
 Mynd: DKG
Ættleiðingar barna á Íslandi hafa ekki verið eins fáar og í fyrra í meira en tuttugu ár. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru 32 ættleiddir á Íslandi árið 2016 og hafa ekki verið jafn fáar á einu ári frá 1995.

Árið 2016 voru stjúpættleiðingar 17 en frumættleiðingar 15. Undanfarna tvo áratugi voru flestar ættleiðingar árin 2005 og  2006, þegar 75 og 76 börn voru ættleidd. Árið 2005 voru langflestar frumættleiðingar, alls 48.

Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.