Ekkert vopnahlé í Líbíu

14.01.2020 - 08:18
epa06770429 Libya Chief of Staff, Marshall Khalifa Haftar arrives for the international congress on Libya, at the Elysee Palace in Paris, France, 29 May 2018.  EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: EPA
Líbíski stríðsherrann Khalifa Haftar er farinn frá Moskvu eftir margra klukkustunda samningaviðræður um vopnahlé án þess að tekist hafi að komast að samkomulagi. Vonir stóðu til að viðræðurnar í dag yrðu til þess að binda enda margra ára átök í Líbíu.

Rússneska utanríkisráðuneytið staðfesti fyrir skömmu að samningaviðræður hafi ekki borið árangur að sinni og ítrekaði að áfram yrði reynt að ná samkomulagi. Það voru stjórnvöld í Tyrklandi og Rússlandi sem stóðu að þessari tillögu um að miðla málum í Líbíu. Rússar eru á bandi stríðsherrans Haftars á meðan Tyrkir styðja stjórnina sem er kennd við Trípólí, höfuðborg landsins, sem er jafnframt sú stjórn sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem lögmæt stjórnvöld í landinu. 

Leiðtogi stjórnarinnar hafði þegar skrifað undir

Fayez al-Sarraj, leiðtogi Trípólí-stjórnarinnar, hafði þegar skrifað undir vopnahlé. Í gærkvöld óskaði Haftar eftir því að fá lengri tíma til að kynna sér samkomulagið og tilkynnti svo í morgun að hann ætli ekki að skrifa undir. Blóðug borgarastyrjöld hefur geisað allt frá því að einræðisherranum Muammar al-Gaddafi var steypt af stóli árið 2011. Síðustu níu mánuði hafa átökin harðnað mjög, sér í lagi eftir að Haftar og her hans gerðu áhlaup að Trípólí en höfðu ekki erindi sem erfiði. 

epa08125227 Turkish Foreign Minister Mevlut Cavusoglu (L) and Russian Foreign Minister Sergei Lavrov (R) attend a joint news conference following their talks in Moscow, Russia, 13 January 2020. Foreign and defense ministers of Russia and Turkey met as part of an effort by Moscow and Ankara to sponsor talks between rival parties in Libya.  EPA-EFE/PAVEL GOLOVKIN / POOL
 Mynd: EPA-EFE - AP POOL
Utanríkisráðherrar Tyrklands og Rússland eftir fund í gær.
olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi