Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Ekkert grín að skipta kostnaði við bókaútgáfu

Mynd: RUV - samsett mynd / RUV - samsett mynd

Ekkert grín að skipta kostnaði við bókaútgáfu

09.02.2018 - 15:43

Höfundar

Róttækni íslenskra listamanna á ýmsum sviðum kallaði á kröfuna um raunsæja túlkun á veruleikanum á síðari hluta áttunda áratugarins. Í bókmenntum voru ljóðskáld og jafnvel hópar þeirra áberandi og í myndlistinni varð hugtakið „nýlist“ þess valdandi að margir klóruðu sér í höfðinu.

6. þáttur 1968-1977

Þetta er meðal efnis í sjötta þætti af þáttaröðinni Ágætis byrjun þar sem glefsað er í menningarsögu fullveldisins Íslands. Í spilaranum hér fyrir ofan má finna skemmtilegt og óvenjulegt dæmi um menningarumræðuna á þessum tíma en þar tekur Gylfi Gíslason tvöfalt viðtal Flosa Ólafsson, leikara og rithöfund sem fer bæði í hlutverk höfundar og útgefanda í innslaginu. Viðtalið (eða viðtölin) kemur úr sjónvarpsþættinum Vöku sem Gylfi hafði umsjón með. 

Útvarpsþættirnir Ágætis byrjun eru á dagskrá Rásar 1 kl. 17 á laugardögum, endurteknir á miðvikudögum kl. 14, en í þá má einnig ná í spilara RÚV og í hlaðvarpi.