Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Ekið á stúlku á Hörgárbraut

08.02.2020 - 17:28
Mynd með færslu
 Mynd: Björgvin Kolbeinsson - RÚV
Ekið var á unga stúlku á Hörgárbraut til móts við Stórholt á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri er líðan stúlkunnar eftir atvikum. Mikil umferð var um götuna í dag og sól lágt á lofti og því hugsanlegt að ökumaður bílsins hafi aldrei séð stúlkuna.

Götunni var lokað á meðan rannsókn á vettvangi fór fram en enn á eftir að ræða við hlutaðeigandi og vitni sem voru að slysinu. 

Þjóðvegur eitt liggur í gegnum Akureyri og honum fylgir mikill umferðarþungi á Drottningarbraut, Glerárgötu og Hörgárbraut. 

Á hluta Hörgárbrautar er íbúabyggð sitt hvorum megin götunnar og mikil umferð gangandi fólks. Íbúar við götuna hafa lengi barist fyrir úrbótum. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV