Ekið var á unga stúlku á Hörgárbraut til móts við Stórholt á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri er líðan stúlkunnar eftir atvikum. Mikil umferð var um götuna í dag og sól lágt á lofti og því hugsanlegt að ökumaður bílsins hafi aldrei séð stúlkuna.