Eiturloft yfir Teheran

23.12.2019 - 16:00
epa08084833 An Iranian boy looks as the smog obscures buildings in the capital city of Tehran, in Darabad mountain northern Tehran Iran, 21 December 2019. Reports state, Tehran's air pollution is reaching hazardous level again prompting the government to declare another two-day closure for schools in Tehran. Authorities have urged elderly and sick people as well as children to stay indoors. Tehran is challenging with heavy air pollution over a month.  EPA-EFE/ABEDIN TAHERKENAREH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Skólum í Teheran héraði í Íran hefur verið lokað til föstudags vegna alvarlegrar loftmengunar. Þykkur eitraður mökkur hefur legið yfir höfuðborginni síðan á laugardag. Spáð er stilltu veðri næstu sólarhringa. Þar af leiðandi er útlit fyrir að mengunin aukist enn frekar. Hún var í dag tæplega sex sinnum yfir heilsuverndarmörkum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.

Loftmengun eykst jafnan í Teheran á veturna þegar andrúmsloftið kólnar og logn er viðvarandi dögum saman. Yfirvöld loka ekki skólum eingöngu til að hlífa börnum við menguninni. Tilgangurinn er einnig að kyrrsetja skólabíla til að draga úr menguninni af þeirra völdum. Fjölmiðlar og embættismenn hafa bent á að það hafi lítil áhrif, þar sem ástandið batni ekkert á laugardögum og sunnudögum þegar frí er í skólum.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi