Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Eitt ár fyrir hraðbankasvindl

02.04.2012 - 15:49
Mynd með færslu
 Mynd:
Tveir bræður sem búsettir eru í Bretlandi, voru í héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir í eins árs fangelsi fyrir hraðbankasvindl. Mennirnir komu fyrir ólöglegum afritunarbúnað, segulbandslesara yfir kortarauf og myndavél fyrir ofan lyklaborð i í tveimur bönkum við Laugaveg og í Austurstræti.

Svindlið fór fram í lok febrúar og hugðust bræðurnir komast yfir upplýsingar úr segulröndum kreditkorta og öryggisnúmer kortanna. Upplýsingunum ætluðu þeir að koma til þriðja aðila.Þurftu bæði Valitor og Borgun, sem gefa út kortin, að loka fjölda korta vegna þessa.

Þá reyndu mennirnir að koma fyrir svipuðum afritunarbúnaði í fleiri bönkum en tókst ekki.Við aðalmeðferð málsins játaði annar bróðirinn á sig verknaðinn og sagðist hafa verið einn að verki. Það þótti dómnum ótrúverðugt einkum vegna þess að hinn bróðirinn reyndi að hylma yfir hinum. Mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því að upp komst um málið og dregst gæsluvarðhaldið frá refsingunni.