Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Einar ráðinn þjóðgarðsvörður á Þingvöllum

05.10.2018 - 21:34
Mynd með færslu
Einar Sæmundsen, þjóðgarðsvörður Þingvöllum. Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Þingvallanefnd samþykkti á fundi sínum í dag að ráða Einar Á. E. Sæmundsen í stöðu þjóðgarðsvarðar. Einar hefur gegnt stöðunni undanfarið ár eftir að Ólafur Örn Haraldsson lét af störfum vegna aldurs. Einar, ásamt einum öðrum umsækjanda, Ólínu Þorvarðardóttur, var boðaður á fundinn í dag.

Einar er landfræðingur og landslagsarkitekt að mennt og hefur verið fræðslufulltrúi þjóðgarðsins síðan árið 2001.

Í færslu á Facebook lýsti Ólína yfir miklum vonbrigðum með val Þingvallanefndar. Hún kveðst velta því fyrir sér hvað kona þurfi að gera til þess að eiga almennt tilverurétt á vinnumarkaði. Hún sé meðal annars með doktorspróf og tíu ára reynslu af stjórnun. Að hennar dómi hafði það ekki gildi þegar upp var staðið í dag.

 

 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir