Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Einar leiðir lista Pírata í Norðausturkjördæmi

30.09.2017 - 20:56
Mynd með færslu
 Mynd:
Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, verður aftur oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi fyrir þingkosningarnar 28. október og Guðrún Ágúst Þórdísardóttir verður sömuleiðis aftur í öðru sæti. Þetta varð ljóst eftir prófkjör í kjördæminu sem lauk klukkan 19 í kvöld.

Þar með liggur fyrir hverjir verða oddvitar Pírata í Alþingiskosningunum.

Helgi Hrafn Gunnarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiða lista flokksins í Reykjavík, Jón Þór Ólafsson í Suðvesturkjördæmi, Smári McCarthy í Suðurkjördæmi og Eva Pandora Baldursdóttir í Norðvesturkjördæmi en allir oddvitarnir utan Helga sátu á Alþingi fyrir.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV