Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Eiki Hauks á línunni og Springsteen á fóninum

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Eiki Hauks á línunni og Springsteen á fóninum

05.01.2018 - 19:16

Höfundar

Gestur þáttarins er Eiríkur Hauksson sem verður á línunni frá Oslo þar sem hann syngur í kvöld og plata þáttarins er 45 ára gömul plata með Bruce Springsteen.

Já Eiríkur Hauksson verður á línunni frá Oslo þar sem hann syngur í kvöld. Í fyrramálið flýgur hann til Keflavíkur og syngur í Reykjavík á morgun með hljómsveitinni Gullkistunni sem Gunnar Þórðarson verndari þáttarins Füzz leiðir, en þar eru líka Ásgeir Óskarsson (trommur), Jonni Ólafs (bassi) og Óttar Felix Hauksson (gítar). Eiki segir okkur vonandi frá uppáhalds Rokkplötunni sinni þegar við hringjum í hann um kl. 21.00

Plata þáttarins er Greetings from Ashbury Park, fyrsta plata Bruce Springsteen sem fagnar 45 ára afmæli í ár í dag, hún kom út 5. janúar 1973.

Springsteen var 23 ára gamall þegar platan kom út en hann var búinn að vera að spila og semja í mörg ár þegar stóra tækifærið kom, að gefa út plötu og það hjá Columbia sem var útgáfufyrirtækið sem gaf út plötur Dylans.

Dylan var eitt af átrúnaðargoðum hins unga Springsteen og mikill áhrifavaldur, og sá sem gaf honum grænt ljós hjá Columbia var einmitt sami náunginn og „uppgötvaði“ Dylan áratug fyrr, og líka Arethu Franklin og Billie Holiday. Maðurinn var John Hammond. Og lagið sem kveikti í Hammond var lokalag plötunnar; It´s hard to be saint in the city sem minnir einmitt talsvert á Dylan eins og fleiri lög á plötunni og síðari tíma plötum Bruce Springsteen. Bruce þurfti ekki meira en spila það eina lag til heilla Hammond.

Þegar búið var að semja við Springsteen og hann byrjaður að taka upp átti fólkið hjá Columbia von á að útkoman yrði „kassagítarplata“ á ljúfu nótunum. Springsteen var sjálfur með annað í huga en þurfti að gefa heilmikið eftir þegar kom að heildarhljómi plötunnar, hann vildi sjálfur að hún væri talsvert rokkaðri og harðari en hún er.

Lagið Spirit in the night samdi Bruce með Joe Cocker og rödd hans í huga, en hann var einn vinsælasti söngvari heims á þeim tíma. Joe Cocker söng lagið aldrei en það hefur í gegnum tíðina verið eitt af þeim lögum sem Springsteen hefur sungið á tónleikum.

Þegar kom að því að kynna hinn unga Bruce Spirngsteen til leiks og plötuna nýju vildi Columbia segja að hann væri frá New York og það varð til þess að hann gaf plötunni nafnið Greetings from Ashbury park NJ. Ashbury Park er alls ekki það sama og New York þó það sé nálægt. Honum fannst það skiptu öllu máli að það væri ekki verið að fela að hann væri frá New Jersey en hefur hann alltaf verið stoltur af uppruna sínum.

Columbia hafði mikla trú á þessum unga manni, Bruce Springsteen frá Ashbury Park í New Jersey og eyddi talsverðu púðri í kynningu á plötunni og í að reyna að fá fjölmiðla til að opna eyrun fyrir honum. Kannski var ýtt of mikið og kannski olli það því að áhuginn var ekki mikill þegar platan kom út og hún seldist illa til að byrja með. Það seldust ekki nema 25.000 eintök af henni fyrstu vikurnar og hún náði ekki inn á vinsældalista fyrr en næsta plata; The wild, the innicente and the E-street shuffle kom út í september 1975. Salan fór svo ekki almennilega af stað fyrr en platan Born to Run kom út 1975. Hún seldist í gull 5 árum eftir að hún kom út, eða 1978, og platinum viðurkenningu fyrir milljón seld eintök kom ekki ekki fyrr en 1992.

Lagið Blinded by the light af Ashbury park er eina lag Bruce Springsteen sem hefur náð toppsæti bandaríska vinsældalistans. Það var þó ekki hans eigin útgáfa heldur útgáfa Manfred Mann´s Earthband frá 1976. Dancing in the dark sem Springsteen gaf út 1984 náði öðru sæti, en When doves cry eftir Prince og Reflex með Duran Duran héldu því frá toppnum.

Óskalagasíminn (5687123) verður opnaður uppúr klukkan 20 og við fáum rokkfréttir frá garg.is

Hér er lagalisti Þáttarins:
Start - Sekur
Pops og Eiki Hauks - All or nothing (std. 12)
Small Faces - Afterglow
Bruce Springsteen - Spirit in the night
LITH - From now on
Heart - Barracuda
Vonbrigði - Réttir
Auðn - Blóðrauð sól
A+B
Iron Maiden - Bring yor daughter to the slaughter (A)
Iron Maiden - Communication breakdown (B)
SÍMATÍMI 
Songhoy blues - Bamako
Artch - Loaded
GARG-FRÉTTIR
Sólstafir - Ísafold
David Bowie - Hearts filthy lesson (óskalag)
GESTUR ÞÁTTARINS - EIKI HAUKS Á LÍNUNNI FRÁ OSLO
Eiki Hauks - Gaggó vest
EIKI HAUKS (uppáhalds Rokkplatan)
David Bowie - Suffragette city 
EIKI HAUKS (uppáhalds Rokkplatan II)
David Bowie - Rock´n roll suicide
The Beatles - I am the walrus
Bruce Springsteen - Blinded by the light
UM PLÖTU ÞÁTTARINS - Greetings from Ashbury park NJ
Bruce Springsteen - It´s hard to be a saint in the city
Dr. Feelgood - Milk an alcohol
Helgi og Hljóðfæreleikararnir - Janúarmyrkur
Nykur - Ný byrjun

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson og það gleður hann að segja frá því að allir þættirnir sem búið er að útvarpa eru komnir í Hlaðvarp RÚV og í Podcastið á I-tunes þar sem hægt er að gerast áskrifandi að þáttunum.

 

Óli er með netfangið [email protected] - ef það er eitthvað...

Tengdar fréttir

Tónlist

Allskonar – sprengjur og hávaði

Tónlist

Jólagarg & füzz og jólin í skúrnum

Tónlist

Baldvin Þór og Vonbrigði

Tónlist

Flosi og Iggy og allskonar